Besti leikur tímabilsins hjá Flake

Brynjar Þór Björnsson og Viðar Ágústsson í fyrsta leik liðanna …
Brynjar Þór Björnsson og Viðar Ágústsson í fyrsta leik liðanna í Vesturbænum á mánudagskvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Brynjar Þór Björnsson, bakvörður KR-inga segir Vesturbæinga hafa verið allt of seina til baka í kvöld í 80:72 tapi liðsins gegn Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Dominos-deildar karla um Íslansdmeistaratitilinn í körfuknattleik karla.

 Það sem klikkaði hjá okkur var að við vorum allt of seinir til baka í vörnina og okkur var refsað fyrir það trekk í trekk,“ sagði Brynjar sem segir Dar­rell Flake hafa leikið sinn besta leik fyrir Stólana á leiktíðinni í kvöld en hann skoraði 22 stig og tók sex fráköst.

„Svo fengum við stóra þrista framan í okkur og það var ekki að sjá að vantaði besta manninn í Tindastólsliðið, aðrir stigu bara upp og Flake átti núna þann besta leik sem ég hef séð til hans þrátt fyrir að hafa virst sárkvalinn þar sem hann haltraði inn á milli.  En núna heldur þetta bara áfram, og meira er nú ekkert um þetta að segja sagði,“ Brynjar Björnsson.

Michael Craion í baráttu við Darrell Flake.
Michael Craion í baráttu við Darrell Flake. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert