Kári tekur tímabundið við Tindastóli

Helgi Rafn Viggósson og Darrel Lewis í leik með Tindastóli …
Helgi Rafn Viggósson og Darrel Lewis í leik með Tindastóli í vetur. Árni Sæberg

Kári Marísson sem er Sauðkrækingum að góðu kunnur mun taka við þjálfun karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik þar til nýr þjálfari finnst. Eins og greint hefur verið frá var Finnanum Pieti Poikola og aðstoðarmanni og samlanda hans Harri Mannonen vikið frá störfum í vikunni. 

Yfirlýsingar stjórnar körfuknattleiksdeildar Tindastóls um málið er svohljóðandi.

„Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls vinnur enn að því að finna nýjan þjálfara fyrir liðið en þjálfarar liðsins, Pieti Poikola og Harri Mannonen, voru leystir undan samningi  við liðið í gærmorgun. Stjórn og liðsmenn Tindastóls vilja koma því á framfæri við stuðningsmenn sína að liðið ætli að standa saman sem aldrei fyrr og muni ekki leggja árar í bát. Þau biðla til stuðningsmanna að gera hið saman og þjappa sér að baki liðinu.

Sem fyrr segir vinnur stjórnin hörðum höndum að því að finna nýjan þjálfara. Kári Marísson hefur boðið fram þjónustu sína, en hann hefur starfað um árabil með liðinu og var m.a. aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta leiktímabili. Kári kemur til með að brúa bilið við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum þjálfara og er honum færðar miklar þakkir fyrir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert