Helena og Craion bestu leikmennirnir

Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum með Haukum en hún ...
Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum með Haukum en hún sneri aftur til Íslands úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. mbl.is/Golli

Michael Crai­on úr KR og Helena Sverrisdóttir úr Hauk­um voru nú í há­deg­inu út­nefnd bestu leik­menn í fyrri hluta Dom­in­os-deilda karla og kvenna í körfuknatt­leik.

Helena er með 21,8 stig að meðaltali í leik og tekur 13,7 fráköst. Auk þess gefur hún 7,8 stoðsendingar að meðaltali. Haukar eru í efsta sæti Dominos-deildar kvenna með 20 stig, tveimur stigum á undan Snæfelli sem er í öðru sæti.

Craion er með 22,7 stig að meðaltali og tekur 12,5 fráköst. Hann gefur 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. KR-ingar eru í öðru sæti Dominos-deildar karla með 18 stig, jafnmörg og topplið Keflavíkur en Suðurnesjapiltar eru í efsta sæti vegna þess að þeir unnu innbyrðisviðureign liðanna í haust.

Úrvalslið kvenna­deild­ar­inn­ar skipa eft­ir­tald­ir leik­menn:

Helena Sverrisdóttir – Haukar
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar
Haiden Palmer – Snæfell
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan

Besti leikmaður: Helena Sverrisdóttir - Haukar

Besti þjálfari fyrri hluta 2015-16: Ingi Þór Steinþórsson – Snæfell

Dugnaðarforkur Domino´s deildar kvenna: Lilja Ósk Sigmarsdóttir - Grindavík

Úrvalslið karla­deild­ar­inn­ar skipa eft­ir­tald­ir leik­menn:

Valur Orri Valsson – Keflavík
Kári Jónsson – Haukar
Haukur Helgi Pálsson – Njarðvík
Michael Craion – KR
Ragnar Nathanaelsson – Þór Þorlákshöfn

Besti leikmaður: Michael Craion - KR

Besti þjálfari fyrri hluta 2015-16: Sigurður Ingimundarson - Keflavík

Dugnaðarforkur Domino´s deildar karla: Ægir Þór Steinarsson - KR

Michael Craion er bestur í fyrri hluta Dominos-deildar karla.
Michael Craion er bestur í fyrri hluta Dominos-deildar karla. mbl.is/Eggert
mbl.is