Kaninn á sakaskrá og kemur því ekki

Teitur og félagar í Njarðvík halda áfram að leita að ...
Teitur og félagar í Njarðvík halda áfram að leita að erlendum leikmanni. mbl.is/Eggert

Njarðvíkingar verða Kanalausir þegar þeir sækja KR heima í kvöld í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Erlendur leikmaður var á leiðinni en ekki var hægt að útbúa tilskilin leyfi fyrir hann en það kemur fram á karfan.is.

Bandaríkjamaðurinn Michael Craig, eða „Moby Dick“ eins og Njarðvíkingar kölluðu hann, stóðst ekki þær kröfur um hreint sakavottorð leikmanna. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, staðfesti þetta í samtali við körfuna.

Nú er bara stanslaust verið að vinna í þessu,“ sagði Teitur um ráðningu á nýjum leikmanni. 

mbl.is