LeBron og félagar á sigurbraut á ný

LeBron James skorar gegn Houston í nótt.
LeBron James skorar gegn Houston í nótt. AFP

Cleveland Cavaliers með LeBron James í broddi fylkingar komust á ný á sigurbraut í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið heimsótti Houston Rockets.

Cleveland hafði unnið átta leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs á dögunum, en var ekki í miklum vandræðum með lið Houston og vann nokkuð þægilegan sigur, 91:77. LeBron var atkvæðamestur hjá Cleveland með nítján stig en hjá Houston skoraði Dwight Howard fjórtán stig og tók ellefu fráköst. Cleveland er sem fyrr á toppi austurdeildarinnar, hefur unnið 28 leiki en tapað tíu.

Önnur úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Indiana Pacers – Washington Wizards 104:118
Oklahoma City Thunder – Minnesota Timberwolves 113:93
Boston Celtics – Phoenix Suns 17:103
Brooklyn Nets – Portland Trail Blazers 104:116
Chicago Bulls – Dallas Mavericks 77:83
New Orleans Pelicans – Charlotte Hornets 109:107
Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 106:101
Denver Nuggets – Miami Heat 95:98
Houston Rockets – Cleveland Cavaliers 77:91

mbl.is