Öruggt hjá Golden State í Chicago

Mönnum leiðist ekki á toppnum. Draymond Green og Stephen Curry ...
Mönnum leiðist ekki á toppnum. Draymond Green og Stephen Curry í Chicago í nótt. AFP

NBA-meistararnir í Golden State Warriors heimsóttu Chicago í nótt og sigruðu örugglega 125:94. Golden State hefur unnið 39 leiki af 43 í vetur. 

Chicago Bulls á metið yfir flesta sigra í deildarkeppninni og hefur það staðið í tæpa tvo áratugi en liðið vann þá 72 leiki af 82. Golden State á því möguleika á því að bæta metið. 

Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar á samherja sína en Derrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 29 stig. 

Úrslit: 

Orlando - Philadelphia 87:96

Washington - Miami 106:87

Brooklyn - Cleveland 78:91

New York - Utah 118:111

Toronto - Boston 115:109

Chicago - Golden State 94:125

Houston - Detroit 114:123

Oklahoma - Charlotte 109:95

Dallas - Minnesota 106:94

LA Lakers - Sacramento 93:112

Portland - Atlanta 98:104

mbl.is