„Við urðum ekki hræddar“

Hallveig Jónsdóttir skoraði 15 stig þegar Valur vann mikilvægan sigur á Keflavík í Dominos-deildinni í körfubolta á Hlíðarenda í kvöld. 

Hún var hin hressasta þegar mbl.is tók hana tali að leiknum loknum í kvöld enda tókst Val að ná fjögurra stiga forskoti á Keflavík með 90:73 sigri. Valur, Grindavík og Keflavík berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni en enn eru fimm umferðir eftir.

„Mjög ánægð með þennan sigur. Skipti okkur miklu máli. Við mættum alveg tilbúnar og gerðum mjög vel í dag,“ sagði Hallveig meðal annars við mbl.is. 

Viðtalið við Hallveigu í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.

Hallveig Jónsdóttir
Hallveig Jónsdóttir mbl.is/Golli
mbl.is