Þjálfarinn hætti og Herði Axel snerist hugur

Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hörður Axel Vilhjálmsson mun að öllum líkindum ekki leika með Rethymno Cretan Kings í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur, eins og hann hafði samið um að gera. Hörður getur fengið sig lausan frá samningi við félagið og hyggst gera það, eftir að þjálfari félagsins hætti óvænt í sumar. Það er sami þjálfari og stýrði Herði hjá Trikala í grísku deildinni síðasta vetur, en þessi tvö lið enduðu í 8. og 9. sæti af 14 liðum.

„Það er í raun alveg útilokað að ég fari þangað [til Rethymno Cretan Kings], en það lítur allt út fyrir að ég fari út engu að síður,“ sagði Hörður, sem hafði samið við Keflavík í byrjun sumars áður en tilboðið barst frá Rethymno Cretan. Ósætti á milli þjálfara og forseta félagsins leiddi hins vegar til þess að þjálfarinn hætti: „Ég var að sækjast eftir því að spila fyrir hann og hef ekkert sérstakan áhuga á að fara út til að spila bara fyrir hvern sem er. Ég er með skýr markmið um hvað ég vil vera að gera,“ sagði Hörður. Íslenska landsliðið og undankeppni EM er þó það sem hann hugsar mest um núna:

„Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og ég reyni að láta þessi félagaskiptamál ekki skyggja á það.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert