Grimmir áfram og þurfum að bæta okkur

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflvíkinga, var á tánum eftir sigur gegn Tindastólsmönnum í kvöld, í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta, þrátt fyrir að lið hans standi nú uppi með 8 fingur á undanúrslitasæti.

Keflavík leiðir nú 2:0 í einvígi sínu gegn Tindastóli en Friðrik sagði þetta alls ekki búið fyrr en það væri búið og að hans menn þurfi að halda einbeitingu og baráttu sinni áfram út seríuna. Friðrik sá ákveðinn vankant á leik sinna manna í kvöld sem hann langar að laga fyrir næsta leik sem hann ætlar sér svo sannarlega sigur í.

mbl.is