Ævintýrið heldur áfram

Mikið mun mæða á Thelmu Dís Ágústsdóttur í liði Keflavikur.
Mikið mun mæða á Thelmu Dís Ágústsdóttur í liði Keflavikur. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

„Ég held að ævintýri Njarðvíkurliðsins haldi áfram og að liðið vinni Keflavík í úrslitaleiknum. Kannski er það óskhyggja en ég tel þó að það sé raunhæft. Njarðvík hefur þegar unnið þrjú úrvalsdeildarlið á leið sinni í úrslitin.“

Þetta segir Berglind Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, eftir nokkurt hik, í Morgunblaðinu í dag, spurð út í úrslitaleik Keflavíkur og Njarðvíkur í Maltbikar kvenna, bikarkeppni KKÍ, sem fram fer í Laugardalshöllinni í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.30.

„Líkurnar eru vissulega með Keflavíkurliðinu sem er afar vel skipað og hefur auk þess úr breiðari leikmannahópi að ráða. Svo er bandaríski leikmaður liðsins mjög góður. Hefðin er einnig fyrir hendi hjá Keflavík sem lengi hefur átt eitt besta körfuknattleikslið landsins. Öll teikn er uppi um að Keflavíkurliðið vinni leikinn,“ segir Berglind.

Sjá samtal við Berglindi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert