Skallagrímur í úrslitakeppnina

Það var hart barist í leik Stjörnunnar og Vals í …
Það var hart barist í leik Stjörnunnar og Vals í dag. Ljósmynd/Valli

Skallagrímur varð í dag síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfubolta, þrátt fyrir 87:82-tap gegn deildarmeisturum Hauka í framlengdum leik. Stjarnan tapaði gegn Val 85:66 og fór því ekki upp í fjórða sætið á kostnað Skallagríms.

Danielle Victoria Rodriguez skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna en það dugði ekki til gegn sterku liðið Vals. Aalyah átti stórleik fyrir Val og skoraði 33 stig og tók 12 fráköst. Carmen Tyson-Thomas átti stórleik fyrir Skallagrím gegn Haukum en það var ekki nóg. Hún skoraði 45 stig og tók 23 fráköst. Whitney Frazier skoraði 26 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir 23 stig, hún tók einnit 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Keflavík endar í 2. sæti deildarinnar með 40 stig, eftir öruggan 81:69-sigur á Njarðvík á útivelli. Brittanny Dinkins skoraði 35 stig fyrir Keflavík og Shalonda Winton gerði 24 fyrir Njarðvík sem endar á botninum með tvö stig. 

Loks vann Snæfell 71:68-heimasigur á Breiðabliki í uppgjöri liðanna um 6. sæti deildarinnar. Kristen McCarthy skoraði 32 stig fyrir Snæfell og Whitney Knight gerði 15 fyrir Breiðablik.  

Deildarmeistarar Hauka mæta því Skallagrími í úrslitakeppninni og Valur og Keflavík mætast. Undanúrslitin hefjast 2. apríl næstkomandi. 

Haukar - Skallagrímur 87:82

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 24. mars 2018.

Gangur leiksins:: 4:7, 4:12, 11:16, 16:22, 21:29, 28:33, 32:40, 36:40, 36:42, 43:44, 47:46, 56:55, 56:59, 61:67, 68:69, 76:76, 80:80, 87:82.

Haukar: Whitney Michelle Frazier 26/11 fráköst, Helena Sverrisdóttir 23/12 fráköst/11 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 9/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 9, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/4 fráköst/6 stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir 6, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4, Magdalena Gísladóttir 3.

Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 45/23 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15/12 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/7 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Árnína Lena Rúnarsdóttir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 22 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Halldor Geir Jensson, Sveinn Bjornsson.

Njarðvík - Keflavík 69:81

Njarðvík, Úrvalsdeild kvenna, 24. mars 2018.

Gangur leiksins:: 2:10, 6:12, 16:16, 20:19, 22:27, 25:27, 28:35, 34:41, 36:50, 38:53, 45:63, 49:64, 51:71, 59:77, 61:81, 69:81, 69:81, 69:81.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/21 fráköst/11 stoðsendingar/3 varin skot, Hulda Bergsteinsdóttir 16/6 fráköst, Ína María Einarsdóttir 12, María Jónsdóttir 12/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/4 fráköst/7 stoðsendingar.

Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 20/6 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/6 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 5, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4.

Fráköst: 23 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 100

Snæfell - Breiðablik 71:68

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 24. mars 2018.

Gangur leiksins:: 6:7, 8:11, 10:14, 16:18, 25:20, 25:26, 27:28, 34:31, 43:39, 43:39, 51:41, 53:43, 60:47, 66:53, 71:58, 71:66, 71:68, 71:68.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 32/19 fráköst/5 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 11, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3/5 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Andrea Bjort Olafsdottir 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Whitney Kiera Knight 15/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 14, Sóllilja Bjarnadóttir 12/6 fráköst/6 stoðsendingar, Birgit Ósk Snorradóttir 6/8 fráköst, Kristín Rós Sigurðardóttir 3, Arndís Þóra Þórisdóttir 2, Anita Rún Árnadóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Georgia Olga Kristiansen, Sigurbaldur Frimannsson.

Stjarnan - Valur 66:85

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 24. mars 2018.

Gangur leiksins:: 7:4, 17:8, 22:14, 22:23, 29:27, 31:30, 35:37, 37:41, 40:45, 46:47, 50:53, 56:60, 59:65, 59:74, 64:83, 66:85, 66:85, 66:85.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 28/10 fráköst/10 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 17/5 stolnir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 12/5 fráköst, Jenný Harðardóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/7 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Aalyah Whiteside 33/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 18/5 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/7 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7/8 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/7 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 19 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Einar Þór Skarphéðinsson.

Áhorfendur: 104

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert