Tryggvi skoraði sex stig í tapi

Tryggvi Snær Hlinason skoraði sex stig fyrir Valencia í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason skoraði sex stig fyrir Valencia í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlinason skoraði sex stig þegar Gran Canaria tók á móti Valencia átta liða úrslitum spænsku úrslitakeppninnar í körfuknattleik í kvöld en leiknum lauk með sigri heimamanna, 97:70. Tryggvi spilaði í rúmar tíu mínútur í leiknum og tók eitt frákast.

Xavi Rabaseda reyndist gestunum erfiður í kvöld en hann skoraði 22 stig í leiknum. Sam van Rossom og Bojan Dubljevic voru atkvæðamestir í liði Valencia með 11 stig hvor. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Valencia, 71:56.

Vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram í undanúrslitin og því mætast liðin í hreinum úrslitaleik þann 1. júní næstkomandi í Valencia en sigurvegararnir úr einvíginu mæta stórliði Real Madrid í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert