Tryggvi Snær kom ekkert við sögu

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sat sem fastast á varamannabekk Toronto Raptors allan tímann þegar liðið lagði Denver Nuggets 85:77 í sumardeild NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.

Tryggvi Snær, sem er til skoðunar hjá Toronto, hefur aðeins fengið að spreyta sig í einum leik með liðinu í fjórum leikjum þess í sumardeildinni en hann spilaði í fjórar mínútur í tapi liðsins á móti Minnesota Timberwolves á sunnudagskvöldið þar sem hann tók eitt frákast.

mbl.is