Ægir Þór bestur í októbermánuði

Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. mbl.is//Hari

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsbakvörður úr Stjörnunni, er besti leikmaður októbermánaðar í Dominos-deild karla í körfuknattleik að mati Morgunblaðsins.

Ægir, sem er 27 ára gamall, hefur komið mjög öflugur inn í lið Stjörnunnar eftir að hafa spilað í spænsku B-deildinni undanfarin tvö ár, síðast með Castelló.

Hann hefur átt flestar stoðsendingar allra í deildinni í fyrstu fjórum umferðunum, 8,5 að meðaltali í leik, en auk þess skorað 12,3 stig og tekið 5,3 fráköst að meðaltali. Stjarnan hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum og ljóst er að Ægir verður í stóru hlutverki í Garðabæjarliðinu í vetur.

King besti útlendingurinn

Urald King, 28 ára bandarískur miðherji úr Tindastóli, er besti erlendi leikmaðurinn á fyrsta mánuði keppnistímabilsins, að mati Morgunblaðsins. King kom til Sauðárkróks frá Val. Hann átti stóran þátt í að koma Hlíðarendaliðinu upp í úrvalsdeildina fyrir tveimur árum og síðan að halda liðinu þar á síðasta tímabili. Með hann innanborðs eru Stólarnir til alls líklegir í slagnum um titlana í vetur. King er búinn að skora 22 stig og taka 13 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum umferðunum.

Sjá lið mánaðarins, stigahæstu leikmenn og fleiri tölfræðiþætti ásamt viðtali við Ægi Þór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert