Sjötti sigur Keflavíkur í röð

Stjarnan og Keflavík eigast við í kvöld.
Stjarnan og Keflavík eigast við í kvöld. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Keflavík vann sinn sjötta sigur í röð er liðið kom í heimsókn til Stjörnunnar og vann 77:74-sigur í spennandi og skemmtilegum leik. Úrslitin í jöfnum leik réðust ekki fyrr en á lokakafla leiksins. 

Keflavík byrjaði betur með sjóðheita Britanny Dinkins í broddi fylkingar. Dinkins skoraði 16 stig í fyrsta leikhluta og var langstærsta ástæða þess að staðan var 21:12, Keflavík í vil eftir leikhlutann.

Munurinn hélst í 8-12 stigum stærstan hluta annars leikhluta en eftir því sem leið á leikhlutann náði Stjarnan að minnka muninn. Danielle Rodriguez var að spila afar vel og Bríet Sif Hinriksdóttir kom með mikilvægar körfur. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn kominn niður í eitt stig, 38:37, Keflavík í vil.

Keflavík skoraði sjö af fyrstu níu stigum seinni hálfleik og varð munurinn aftur átta stig, 45:37. Stjarnan var hins vegar ekki á þeim buxunum að gefast upp og með góðum spretti komust Stjörnukonur yfir í fyrsta skipti í leiknum á 27. mínútu 52:51. Keflavík var hins vegar með forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 57:56. 

Leikurinn var jafn og spennandi framan af í leikhlutanum og var staðan t.a.m 61:61 í rúmar tvær mínútur. Þá skoraði Brittanny Dinkins þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 64:61, Keflavík í vil. Stjarnan náði ekki að jafna eftir það, þrátt fyrir góða tilraun undir lokin, og sjötti sigur bikarmeistaranna í röð varð raunin. 

Stjarnan - Keflavík 74:77

Mathús Garðabæjar höllin, Úrvalsdeild kvenna, 11. nóvember 2018.

Gangur leiksins:: 2:10, 7:13, 11:21, 12:21, 16:26, 24:31, 29:36, 37:38, 39:47, 48:51, 56:51, 56:57, 61:61, 61:64, 65:69, 74:77.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/8 fráköst/12 stoðsendingar/6 stolnir, Maria Florencia Palacios 13, Bríet Sif Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 5/4 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 5, Sólrún Sæmundsdóttir 1.

Fráköst: 22 í vörn, 15 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 40/10 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 19/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7/10 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Birna Valgerður Benónýsdóttir 2/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 100

Stjarnan 74:115 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert