Þór vann á flautukörfu – Keflavík slapp fyrir horn

Emil Barja mætti sínu gamla liði Haukum í kvöld.
Emil Barja mætti sínu gamla liði Haukum í kvöld. mbl.is/Hari

Íslandsmeistarar KR, Þór Þorlákshöfn og Keflavík unnu í kvöld sigra í Dominos-deild karla í körfubolta. Nikolas Tomsick tryggði Þór 110:107-sigur á Breiðabliki með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu og Keflavík vann Skallagrím í Borgarnesi með tveggja stiga mun, 97:95.

KR vann Hauka 97:88 í fyrsta leik Finns Atla Magnússonar eftir að hann sneri aftur til KR, eftir dvöl hjá Haukum og svo í Ungverjalandi í vetur þar sem hann spilaði þó ekki. KR var með gott forskot eftir fyrri hálfleik, 52:31, en Haukar komu sér inn í leikinn að nýju með frábærum þriðja leikhluta og var staðan 71:65 þegar fjórði leikhluti hófst. Nær fengu gestirnir ekki að komast í Vesturbænum. Finnur Atli kom lítið við sögu í leiknum en spilaði þó tæpar sjö mínútur. Björn Kristjánsson var stigahæstur KR með 21 stig en Hjálmar Stefánsson skoraði 22 fyrir Hauka.

Skallagrímur var 70:65 yfir þegar fjórði leikhluti hófst gegn Keflavík og var enn yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. Þá komst Keflavík yfir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Gunnar Ólafsson skoraði mikilvæga körfu þegar hálf mínúta lifði leiks og kom Keflavík í 93:89. Michael Craion var stigahæstur hjá Keflavík með 26 stig en Aundre Jackson skoraði 31 fyrir Skallagrím.

Christian Covile jafnaði metin fyrir Breiðablik gegn Þór Þ. þegar rúm mínúta var eftir af leik liðanna í Kópavogi, 107:107. Nikolas Tomsick fór svo á vítalínuna fyrir Þór en klikkaði á báðum vítum sínum og Breiðablik fékk sókn. Hún skilaði hins vegar engu og Tomsick bætti fyrir vítin með þriggja stiga flautuþristi sem tryggði Þór sigurinn, en Tomsick skoraði 39 stig í leiknum.

Breiðablik - Þór Þ. 107:110

Smárinn, Úrvalsdeild karla, 15. nóvember 2018.

Gangur leiksins: 2:7, 9:9, 16:18, 21:27, 27:35, 33:42, 42:49, 48:57, 55:64, 57:72, 66:73, 77:76, 88:85, 96:92, 101:101, 107:110.

Breiðablik: Christian Covile 33/7 fráköst, Snorri Vignisson 19/4 fráköst, Hilmar Pétursson 16, Snorri Hrafnkelsson 12, Jure Gunjina 9/4 fráköst, Arnór Hermannsson 7/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 7/10 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 4/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Þór Þ.: Nikolas Tomsick 39/5 stoðsendingar, Kinu Rochford 30/15 fráköst/8 stoðsendingar, Jaka Brodnik 15/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 11/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Gunnar Þór Andrésson.

Áhorfendur: 200

Skallagrímur - Keflavík 95:97

Borgarnes, Úrvalsdeild karla, 15. nóvember 2018.

Gangur leiksins: 9:2, 9:11, 15:17, 22:23, 22:31, 28:36, 35:38, 42:42, 51:50, 53:54, 62:60, 68:65, 74:68, 76:74, 78:82, 95:97.

Skallagrímur: Aundre Jackson 31/10 fráköst, Matej Buovac 28/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/10 fráköst/16 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 11/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Michael Craion 26/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnar Ólafsson 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/11 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 12, Reggie Dupree 10, Javier Seco 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 5, Guðmundur Jónsson 3/6 fráköst/5 stolnir.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 280

KR - Haukar 97:88

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 15. nóvember 2018.

Gangur leiksins: 8:4, 13:11, 21:15, 27:20, 31:22, 41:24, 47:25, 52:31, 52:46, 58:51, 63:55, 71:65, 76:70, 83:75, 87:76, 97:88.

KR: Björn Kristjánsson 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 19/6 fráköst, Julian Boyd 18/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 11, Emil Barja 8/5 stoðsendingar, Dino Stipcic 4/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2, Sigurður Á. Þorvaldsson 2.

Fráköst: 37 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Hjálmar Stefánsson 22/10 fráköst, Haukur Óskarsson 20, Marques Oliver 19/10 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 18/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 7/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Einar Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert