Snæfell fór illa með KR í toppslag

Snæfell vann afar sannfærandi sigur á KR.
Snæfell vann afar sannfærandi sigur á KR. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Snæfell vann afar sannfærandi 64:46-heimasigur á KR í toppslag í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Ljóst var að sigurliðið færi upp að hlið Keflavíkur í toppsæti deildarinnar. 

Snæfell vann alla leikhlutana í leiknum og var sigurinn ekki í neinni hættu. Kristen McCarthy skoraði 24 stig fyrir Snæfell og tók 13 fráköst. Angelika Kowalska bætti við 13 stigum. Vilma Kesanen var stigahæst hjá KR með 14 stig. 

Keflavík og Snæfell eru nú saman á toppnum með 18 stig og KR þar á eftir með 16 stig. 

Snæfell - KR 64:46

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 08. desember 2018.

Gangur leiksins:: 7:1, 8:1, 13:9, 18:14, 18:16, 30:18, 33:18, 33:24, 35:24, 39:25, 45:29, 45:33, 49:39, 53:41, 59:44, 64:46.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Angelika Kowalska 13/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Katarina Matijevic 5/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3.

Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.

KR: Vilma Kesanen 14, Orla O'Reilly 9/9 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 8/8 fráköst, Kiana Johnson 7/8 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4/4 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Sigurður Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert