Hetti tókst ekki að nálgast toppliðið

Ingvi Rafn Ingvarsson sækir á Charles Clark í kvöld.
Ingvi Rafn Ingvarsson sækir á Charles Clark í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór Akureyri er enn með fjögurra stiga forskot á toppi 1. deildar karla í körfubolta eftir 95:89-sigur á Hetti á heimavelli í kvöld. Þór var yfir nánast allan leikinn, en Höttur var aldrei langt undan. 

Larry Thomas skoraði 32 stig fyrir Þór og tók auk þess 14 fráköst. Dino Stipcic skoraði 24 stig fyrir Hött. Höttur er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig og væntanlega á leiðinni í umspil. 

Fjölnir er áfram í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Þór, eftir 95:82-heimasigur á Selfossi. Marques Oliver átti afar góðan leik fyrir Fjölni og skoraði 31 stig og tók 15 fráköst. Marvin Smith Jr. skoraði 34 stig fyrir Selfoss, sem er í sjötta sæti með 14 stig. 

Hamar vann svo afar sannfærandi 99:63-útisigur á botnliði Snæfells. Hamar var yfir allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Florjan Jovanov og Ragnar Jósef Ragnarsson skoruðu 21 stig hvor fyrir Hamar. Dominykas Zupkauskas skoraði 24 fyrir Snæfell. 

Snæfell - Hamar 63:99

Stykkishólmur, 1. deild karla, 22. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:9, 5:17, 9:22, 13:27, 17:28, 19:34, 24:35, 32:42, 36:47, 42:59, 42:64, 49:68, 52:78, 57:88, 59:93, 63:99.

Snæfell: Dominykas Zupkauskas 24/4 fráköst, Ísak Örn Baldursson 15, Aron Ingi Hinriksson 12, Rúnar Þór Ragnarsson 7/5 fráköst, Kristófer Kort Kristjánsson 3, Benjamín Ómar Kristjánsson 2.

Fráköst: 11 í vörn, 4 í sókn.

Hamar: Florijan Jovanov 21/7 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 21/4 fráköst, Everage Lee Richardson 17/6 fráköst/9 stoðsendingar, Julian Rajic 14/7 fráköst, Kristófer Gíslason 8/4 fráköst, Marko Milekic 7/7 fráköst, Dovydas Strasunskas 4/5 fráköst, Arnar Daðason 2, Guðbjartur Máni Gíslason 2, Arnar Daðason 2, Geir Elías Úlfur Helgason 1.

Fráköst: 31 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Aron Rúnarsson, Ingi Björn Jónsson.

Þór Ak. - Höttur 95:89

Höllin Ak, 1. deild karla, 22. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 5:6, 10:11, 22:19, 27:25, 32:29, 38:34, 40:38, 46:43, 52:45, 60:55, 69:57, 74:66, 77:69, 82:71, 90:79, 95:89.

Þór Ak.: Larry Thomas 32/14 fráköst/5 stoðsendingar, Damir Mijic 17, Júlíus Orri Ágústsson 16/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 12/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 8/4 fráköst/10 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 7, Bjarni Rúnar Lárusson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Höttur: Dino Stipcic 24/9 fráköst, Charles Clark 24/6 fráköst/9 stoðsendingar, André Huges 16/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/9 fráköst/5 stoðsendingar, Andrée Fares Michelsson 6, Brynjar Snaer Gretarsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 1/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 418

Fjölnir - Selfoss 95:82

Dalhús, 1. deild karla, 22. febrúar 2019.

Gangur leiksins:: 8:3, 14:6, 24:9, 32:14, 35:18, 39:23, 48:27, 54:35, 63:41, 70:46, 75:49, 78:57, 78:63, 80:68, 87:80, 95:82.

Fjölnir: Marques Oliver 31/15 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Srdan Stojanovic 18/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 15, Róbert Sigurðsson 13/7 fráköst/11 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/7 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 4/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Hlynur Logi Ingólfsson 2, Egill Agnar Októsson 2, Alexander Þór Hafþórsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 17 í sókn.

Selfoss: Marvin Smith Jr. 34/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 18, Hlynur Hreinsson 9/4 fráköst, Bergvin Ernir Stefánsson 6/4 fráköst/3 varin skot, Björn Ásgeir Ásgeirsson 6/4 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4, Ari Gylfason 3/4 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Johann Gudmundsson, Helgi Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert