Jón Axel fór enn á kostum

Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson átti enn einn stórleikinn með háskólaliði Davidson í kvöld þegar það vann sigur á Saint Joseph's, 70:60, í úrslitakeppni Atlantic-10 deildarinnar.

Jón Axel skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og átti 6 stoðsendingar en hann var á dögunum útnefndur besti leikmaður deildarinnar í vetur.

Davidson er nú komið í undanúrslitin og leikur þar annað kvöld við annaðhvort Dayton eða Saint Louis sem mætast í nótt.

mbl.is