Fyrsti sigurinn í Skopje

Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst.
Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst. Ljósmynd/FIBA

Ísland vann í kvöld sinn fyrsta sigur í B-deild Evrópumóts stúlkna 18 ára og yngri í körfuknattleik í Skopje í Norður-Makedóníu með því að sigra Búlgaríu, 75:68, í lokaumferð riðlakeppninnar.

Þetta var hreinn úrslitaleikur um fjórða sætið riðlinum en bæði lið höfðu tapað fyrstu þremur leikjum sínum. Ísland náði góðu forskoti í fyrsta leikhluta, 26:13, og hélt búlgarska liðinu frá sér eftir það.

Ísland fer nú í keppni um níunda til sextánda sæti á mótinu.

Stig Íslands: Ásta Júlía Grímsdóttir 19, Anna Ingunn Svansdóttir 18, Eygló Kristín Óskarsdóttir 11, Ólöf Rún Óladóttir 8, Eva Davíðsdóttir 7, Edda Karlsdóttir 4, Hjördís Traustadóttir 3, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 2, Natalía J.L. Jónsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert