Stórleikur Söru í toppslagnum

Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik.
Sara Rún Hinriksdóttir í landsleik. mbl.is/Hari

Sara Rún Hinriksdóttir landsliðskona í körfuknattleik átti stórleik með liði sínu Leicester Riders í dag þegar það sigraði Newcastle Eagles í toppslag deildarinnar á útivelli, 63:61.

Sara var stigahæst allra á vellinum með 27 stig og tók auk þess 6 fráköst. Leicester er áfram á toppi deildarinnar eftir sigurinn og er með 20 stig en Sevenoaks Suns er með 18 stig og Newcastle Eagles 16. Leicester hefur hins vegar leikið tveimur leikjum meira en báðir keppinautarnir.

mbl.is