Leonard bestur þegar LeBron lagði Giannis

Kawhi Leonard, liðsmaður LeBron, með Kobe Bryant-verðlaunin eftir að hafa …
Kawhi Leonard, liðsmaður LeBron, með Kobe Bryant-verðlaunin eftir að hafa verið valinn maður leiksins í nótt. AFP

Lið LeBron vann hinn árlega NBA-stjörnuleik í körfuknattleik, 157:155, eftir æsispennandi viðureign í lokaleikhlutanum gegn liði Giannis í United Center í Chicago í nótt.

Kawhi Leonard hjá Los Angeles Clippers var kosinn maður leiksins eftir að hafa skorað 30 stig og hann var fyrsti leikmaðurinn að vinna þann titil eftir að nafnbótin var nefnd eftir Kobe Bryant.

„Leikmenn voru á fullu að leika vörn í lokaleikhlutanum og voru að fórna sér fyrir ruðningsdóma. Við höfum venjulega ekki séð það í þessum leikjum hingað til,” sagði Leonard á blaðamannafundi eftir leikinn.

LeBron James og Chris Paul skoruðu 23 stig hvor fyrir lið LeBrons og Anthony skoraði 20 stig.

Giannis Antetokounmpo var sjálfur í aðalhlutverki í sínu liði en hann skoraði 25 stig og tók 11 fráköst. Kemba Walker skoraði 23 stig og Joel Embiid 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert