Hávaxnir mótherjar í Kósóvó

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Kósóvó …
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Kósóvó á fimmtudagskvöldið. Ljósmynd/FIBA

Karlalandsliðið í körfuknattleik glímir við mjög hávaxna andstæðinga í Prishtina, höfuðborg Kósóvó, á fimmtudagskvöldið þegar þjóðirnar mætast þar í fyrsta leiknum í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023.

Í sautján manna hópi sem gríski þjálfarinn Christos Marmarinos valdi fyrir verkefnið eru fjórtán frá liðum í Kósóvó. Ellefu leikmannanna eru meira en tveir metrar á hæð og tveir þeir hávöxnustu, miðherjarnir Urim Zenelaj og Ergin Grosha, eru 2,13 og 2,11 metra háir.

Lið Kósóvó er í 37. sæti á styrkleikalista Evrópu en Ísland er í 25. sæti. Kósóvó hefur unnið einn af fjórtán síðustu leikjum sínum í undankeppni EM, heimaleik gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert