Blóðtaka fyrir Vestra

Pétur Már Sigurðsson þarf að sjá á eftir tvíburunum til …
Pétur Már Sigurðsson þarf að sjá á eftir tvíburunum til Stjörnunnar en þar þjálfaði Pétur um tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vestri sem verið hefur í hópi sterkari liðanna í næstefstu deild karla í körfuknattleik síðustu árin hefur orðið fyrir blóðtöku. 

Efnilegustu menn liðsins, tvíburabræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir, eru búnir að semja við Stjörnuna í Garðabæ. 

Báðir hafa þeir verið í yngri landsliðum Íslands og hafa látið að sér kveða í næstefstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Tvíburnarnir eru fæddir árið 2002 og eru uppaldir á Ísafirði. 

Stjarnan greinir frá þessu í dag á Facebook en Vestri hefur einni misst bakvörðinn Nebojsa Knezevic sem gekk í raðir Skallagríms. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert