Martin stigahæstur í öruggum úrslitasigri

Ljósmynd/Euroleague

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín voru ekki í neinum vandræðum með Ludwigsburg í fyrri úrslitaleik liðanna um þýska meistaratitilinn í München í kvöld. Martin átti góðan leik fyrir Alba sem vann 88:65-sigur.

Úrslita­keppn­in hefur öll farið fram í München en Alba vann tvo stórsigra á Oldenburg í undanúrslitum og er nú komið langleiðina með að tryggja sér meistaratitilinn. Staðan var orðin 46:29 í hálfleik og sigurinn í raun aldrei í hættu.

Martin spilað í 22 mínútur, skoraði 14 stig og var því stigahæstur ásamt Rokas Giedraitis. Þá tók hann tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar, fleiri en allir aðrir samherjar hans. Síðari úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn og þar þarf Ludwigsburg að vinna upp þennan 23 stiga mun Martins og félaga til þess að ná meistaratitlinum úr höndum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert