Stórstjörnur Lakers fóru á kostum

LeBron James og Anthony Davis drógu vagninn fyrir Lakers í …
LeBron James og Anthony Davis drógu vagninn fyrir Lakers í nótt. AFP

LeBron James átti stórleik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið vann 10 stiga sigur gegn Houston Rockets í 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í Disney World í Orlando í nótt.

Leiknum lauk með 112:102-sigri Lakers en LeBron skoraði 36, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá átti Anthony Davis einnig frábæran leik fyrir Lakers, skoraði 26 stig og tók fimmtán fráköst.

Jafnræði var með liðunum, allt þangað til í fjórða leikhluta, þegar Lakers tók yfirhöndina í leiknum og náði að knýja fram mikilvægan sigur en Lakers leiðir nú í einvíginu, 2:1.

Þá sló Miami Heat lið Milwaukee Bucks úr leik með 103:94-sigri í fimmta leik liðanna en Miami vann annan leikhluta með 15 stiga mun og Bucks tókst aldrei að koma til baka eftir það.

Jimmy Butler og Goran Dragic skoruðu 17 stig hvor fyrir Miami en hjá Milwaukee var Khris Middleton stigahæstur með 23 stig. Giannis Antetokounmpo lék ekki með Milwaukee í nótt og hafði það sitt að segja.

Milwaukee hafnaði í efsta sæti Austurdeildarinnar en Miami í því fimmta. Miami-menn mæta annaðhvort Boston Celtics eða ríkjandi meisturum í Toronto Raptors í úrslitum Austurdeildarinnar.

Giannis Antetokounmpo var að glíma við meiðsli í nótt og …
Giannis Antetokounmpo var að glíma við meiðsli í nótt og lék ekki með Milwaukee gegn Miami Heat. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert