Sænskur framherji í Stjörnuna

Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar til vinstri. Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í …
Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar til vinstri. Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í febrúar. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Sænski framherjinn Alexander Lindqvist hefur gengið til liðs við deildarmeistara Stjörnunnar í körfuknattleik og mun leika með liðinu á komandi Íslandsmóti í vetur.

Lindqvist er 29 ára gamall framherji sem lék síðast í spænsku B-deildinni en lengst af hefur hann spilað með toppliðum í efstu deild í heimalandinu og einnig komið við í Grikklandi og Belgíu. Það er Stöð 2 sem segir frá skiptunum.

„Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum,“ sagði Svínn meðal annars í viðtali við Stöð 2 en hann spilaði gegn Hlyni Bæringssyni, nýjum liðsfélaga sínum, um tíma í Svíþjóð.

mbl.is