KR-ingar styrkja sig verulega

Ante Gospic og Ty Sabin.
Ante Gospic og Ty Sabin. Ljósmynd/KR

Körfuknattleiksdeild KR hefur gengið frá samningum við þá Ante Gospic frá Króatíu og Bandaríkjamanninn Ty Sabin fyrir átökin í vetur. 

Gospic er 203 sentímetra framherji sem hefur spilað í heimalandinu, Spáni, Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Sabin hefur undanfarin ár leikið með Wetterbygden í Svíþjóð. 

„Við erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samningum við bæði Ante og Ty. Okkur líður eins og við höfum hámarkað vinningslíkurnar í útlendingalóttinu,” er haft eftir Darra Frey Atlasyni þjálfara KR á heimasíðu félagsins. 

KR mætir með mikið breytt lið til leiks í vetur. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox eru m.a. horfnir á braut og Darri Freyr Atlason er tekinn við Inga Þór Steinþórssyni sem þjálfari. 

mbl.is