Snýr aftur til Grindvíkinga

Eric Wise í leik með Grindavík árið 2015.
Eric Wise í leik með Grindavík árið 2015. mbl.is/Golli

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Eric Wise snýr aftur til Grindvíkinga sem hafa samið við hann um að leika með þeim í vetur.

Hann kemur í staðinn fyrir Brandon Conley sem var á leið til Grindavíkur en varð að hætta við vegna veikinda.

Wise spilaði fimm leiki með Grindavík árið 2015 þar sem hann var að meðaltali með 26 stig og 10 fráköst í leik. Hann er þrítugur framherji og lék síðast með Munkkiniemen í finnsku B-
deildinni. Áður lék hann m.a. með Maccabi Ra'anana í Ísrael og Proximus Spirou í Belgíu.

Grindvíkingar sækja Hött heim í fyrstu umferð Dominos-deildar karla á fimmtudaginn kemur, 1. október.

mbl.is