Fékk þriggja leikja bann fyrir hreðjatak

Zvonko Buljan með boltann í leik KR og Njarðvíkur.
Zvonko Buljan með boltann í leik KR og Njarðvíkur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Króatíski körfuboltamaðurinn Zvonko Buljan sem leikur með Njarðvík hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna atviks í leik gegn KR í fyrstu umferð Dominos-deildar karla.

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar er sú að ljóst sé að um ásetning hafi verið að ræða þegar Buljan greip í kynfæri leikmanns KR í leiknum. Myndband af atvikinu sýni með óyggjandi hætti að brot hafi verið framið sem hefði leitt til brottvísunar, hefði dómari séð það.

Vísað er í reglugerð sem segir m.a. að hafi einstaklingi verið vísað af velli vegna viljandi líkamsmeiðingar eða tilraunar  til slíks skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í þriggja leikja bann. Jafnframt er vísað til heimildar nefndarinnar til að dæma þannig vegna agabrots sem framið hafi verið án vitundar dómara og heimildar til að byggja á myndbandsupptöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert