Haukur atkvæðamikill í Rússlandi

Haukur Helgi Pálsson í leik í Evrópubikarnum í janúar á …
Haukur Helgi Pálsson í leik í Evrópubikarnum í janúar á þessu ári. Ljósmynd/Eurocup

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Andorra þegar liðið heimsótti Lokomotiv Kuban í Evrópubikarnum í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með 76:61-sigri Lokomotiv Kuban en Haukur Helgi skoraði 9 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Lokomotiv Kuban byrjaði leikinn betur, leiddi með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta og jók forskot sitt í tíu stig í hálfleik.

Andorra tókst ekki að koma til baka í síðari hálfleik en liðið er með 2 stig í fjórða sæti C-riðils, 6 stigum minna en topplið  Lokomotiv Kuba, Monaco og Bologna.

mbl.is