Njarðvíkingurinn allt í öllu

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai. Ljósmynd/LKL

Njarðvík­ing­ur­inn Elv­ar Már Friðriks­son held­ur áfram að gera það gott í lit­háíska körfuknatt­leikn­um en hann átti stórleik fyrir lið Siauliai sem vann sinn annan sigur í efstu deildinni þar í landi í kvöld, 87:85 gegn Nevezis.

Elvar spilaði í 29 mínútur í dag, skoraði 16 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst en hann var stigahæstur í liði sínu sem var að vinna sinn annan deildarsigur í röð og sinn annan sigur á tímabilinu. Siauliai er á botni deildarinnar, í tíunda sæti með tvo sigra eftir níu umferðir en liðið tapaði fyrstu sjö leikjunum sínum.

mbl.is