Hrósaði Íslandi og Tryggva

Tryggvi Snær Hlinason er stór og sterkur.
Tryggvi Snær Hlinason er stór og sterkur. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Lúxemborg í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023 í Slóvakíu næsta fimmtudag. Pit Rodenbourg aðstoðarþjálfari Lúxemborgar viðurkennir að hann veit ekki mikið um komandi andstæðinga sína en hrósaði þó íslenska liðinu og þá einum leikmanni sérstaklega í viðtali sem birtist á heimasíðu körfuknattleikssambandi Lúxemborgar.

„Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum þar sem við vitum ekki mikið um andstæðinginn,“ byrjaði Rodenbourg áður en hann hrósaði Íslandi og Tryggva Snæ Hlinasyni sérstaklega.

„Íslenska liðið er sterkasta liðið í riðlinum okkar. Þeir eru með Tryggva sem er mjög hávaxinn og sterkur undir körfunni. Við verðum að stöðva hann því hann skorar 21 stig að meðaltali í leik og tekur flest fráköst. Aðrir leikmenn Íslands eru svipaðir og leikmennirnir okkar,“ sagði Rodenbourg.

mbl.is