Fyrstu leikir í þrjá mánuði

Fjölnir tekur á móti Haukum í kvöld en Snæfell fær …
Fjölnir tekur á móti Haukum í kvöld en Snæfell fær KR í heimsókn. mbl.is/Árni Sæberg

Nýliðar Fjölnis komu skemmtilega á óvart í haust með því að vinna þrjá fyrstu leiki sína í Dominos-deild kvenna. Liðið hefur verið efst frá þeim tíma en spilar loksins aftur í kvöld þegar fyrsta umferð síðan í byrjun október er leikin.

Fjölnir fær þá Hauka í heimsókn í fyrsta leik kvöldsins kl. 18.15 en Skallagrímur, sem vann tvo fyrstu leiki sína, heimsækir Val í síðasta leik kvöldsins á Hlíðarenda kl. 20.15.

Snæfell og KR, sem eru án stiga eins og Breiðablik, mætast í Stykkishólmi og Keflavík með einn sigur eftir aðeins einn leik sækir Blika heim í Smárann en þessir tveir leikir hefjast kl. 19.15.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »