Frestað fyrir norðan

Búið er að fresta tveimur leikjum fyrir norðan.
Búið er að fresta tveimur leikjum fyrir norðan. Haraldur Jónasson/Hari

Tveimur leikjum hefur verið frestað í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik vegna veðurs og verða þeir báðir leiknir á morgun í staðinn.

Um er að ræða viðureign Vestra og ÍR sem hefur verið frestað til klukkan 12 á morgun, sunnudaginn 24. janúar, og Tindastóls og Njarðvíkur sem fer nú fram klukkan 16 á morgun. KKÍ tilkynnti þetta áðan. Fyrr í dag var leikjum KA á Akureyri frestað í handknattleik og knattspyrnu en ekkert ferðaveður er á Norðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert