Óvæntur sigur Vals á toppliðinu

Jón Arnór Stefánsson með boltann í kvöld.
Jón Arnór Stefánsson með boltann í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann óvæntan 85:72-sigur á Keflavík í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Fyrir leik var Keflavík á miklu skriði en Valur búinn að tapa þremur leikjum í röð.

Valsmenn voru með undirtökin frá upphafi til enda og var Keflavík ekki líklegt til þess að ná í stig á Hlíðarenda. Keflavík minnkaði muninn í sjö stig í fjórða leikhluta en Valur svaraði og vann að lokum öruggan sigur.

Sinisa Bilic var stigahæstur í jöfnu liði Vals með 20 stig og þeir Miguel Cardoso og Pavel Ermolinskij gerðu 18 stig hvor. Dominykas Milka var stigahæstur hjá Keflavík með 25 stig en hann lék ekki lokamínúturnar þar sem hann fór af velli með fimm villur í fjórða leikhluta.

Þrátt fyrir tapið er Keflavík enn í toppsætinu með 16 stig en Valur er í níunda sæti með átta stig, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Gangur leiksins:: 5:4, 10:7, 12:12, 21:16, 24:20, 27:26, 34:30, 38:34, 40:38, 45:41, 55:42, 58:47, 64:52, 70:60, 75:67, 85:72.

Valur: Sinisa Bilic 20/12 fráköst, Miguel Cardoso 18/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 15/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 8, Finnur Atli Magnússon 3, Ástþór Atli Svalason 3.

Fráköst: 22 í vörn, 7 í sókn.

Keflavík: Dominykas Milka 25/8 fráköst, Calvin Burks Jr. 14, Deane Williams 14/12 fráköst, Ágúst Orrason 9/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 4.

Fráköst: 23 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert