Breiðablik og Hamar með bestu stöðuna

Pétur Ingvarsson er með Breiðablik á toppi 1. deildar.
Pétur Ingvarsson er með Breiðablik á toppi 1. deildar. mbl.is/Hari

Breiðablik og Hamar standa best að vígi í 1. deild karla í körfuknattleik eftir örugga sigra á Sindra og Hrunamönnum í gærkvöld og Álftanes er í þriðja sæti eftir sannfærandi sigur á Skallagrími.

Blikar sigruðu Sindra í Smáranum, 99:79, og eru með 12 stig á toppnum, eftir sjö leiki. Hamar vann stórsigur á Hrunamönnum í Hveragerði, 132:92, og er með 10 stig eftir sex leiki í öðru sæti.

Álftanes vann Skallagrím 87:61 og er með 10 stig í þriðja sætinu en hefur leikið átta leiki. Sindri er með 8 stig í fjórða sæti, Vestri er með 6 stig, Skallagrímur, Fjölnir og Hrunamenn 4 stig en Selfyssingar eru á botninum með 2 stig. Fjölnir og Selfoss mætast á morgun.

Hrunamenn áttu tvo stigahæstu menn kvöldsins þrátt fyrir stórt tap en Karlo Lebo skoraði 38 stig fyrir liðið og Corey Taite 33. Erlendir leikmenn eru nær alls staðar í stórum hlutverkum í 1. deildinni en Pálmi Geir Jónsson úr Hamri var stigahæsti Íslendingur kvöldsins með 20 stig.

Álftanes - Skallagrímur 87:61

Álftanes, 1. deild karla, 12. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 5:5, 12:7, 16:11, 28:16, 31:18, 36:22, 44:28, 53:31, 56:35, 61:38, 69:43, 71:45, 74:49, 77:55, 79:59, 87:61.

Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 27/6 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 11/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 11/9 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 11/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 10, Orri Gunnarsson 6/4 fráköst, Grímkell Orri Sigurþórsson 4, Trausti Eiríksson 3/7 fráköst, Egill Agnar Októsson 2/4 fráköst, Isaiah Coddon 2.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

Skallagrímur: Kristófer Gíslason 15/10 fráköst, Marinó Þór Pálmason 14/4 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 9, Ólafur Þorri Sigurjónsson 7/5 fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson 6/6 fráköst, Benedikt Lárusson 4, Davíð Guðmundsson 3, Gunnar Örn Ómarsson 3.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Helgi Jónsson, Stefán Kristinsson.

Breiðablik - Sindri 99:79

Smárinn, 1. deild karla, 12. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 3:7, 4:16, 13:23, 20:27, 26:33, 33:33, 41:35, 46:38, 49:43, 55:52, 62:57, 70:59, 77:63, 86:71, 92:77, 99:79.

Breiðablik: Samuel Prescott Jr. 29, Gabríel Sindri Möller 13/5 fráköst, Sigurður Pétursson 13/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11/5 stoðsendingar, Alex Rafn Guðlaugsson 7/4 fráköst, Sveinbjörn Jóhannesson 6/4 fráköst, Dovydas Strasunskas 6, Snorri Vignisson 5/6 fráköst, Egill Vignisson 3, Kristinn Marinósson 2/4 fráköst, Kristján Leifur Sverrisson 2/5 fráköst, Veigar Elí Grétarsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Sindri: Gerard Blat Baeza 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 17/11 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 11, Dallas O'Brien Morgan 10/5 fráköst, Aleix Pujadas Tarradellas 9/4 fráköst, Marko Jurica 4, Arnþór Fjalarsson 2, Beau Justice 2, Sigurður Guðni Hallsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.

Hamar - Hrunamenn 132:92

Hveragerði, 1. deild karla, 12. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 4:2, 15:5, 24:13, 35:17, 48:22, 57:36, 64:47, 74:47, 82:53, 89:60, 99:70, 106:78, 113:80, 121:82, 129:90, 132:92.

Hamar: Ruud Lutterman 30/9 fráköst, Michael Maurice Philips 28/11 fráköst, Jose Medina Aldana 21/6 fráköst/12 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 14/4 fráköst, Steinar Snær Guðmundsson 10/4 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 9/4 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Hrunamenn: Karlo Lebo 38/11 fráköst, Corey Taite 33/6 fráköst, Eyþór Orri Árnason 10/6 fráköst, Orri Ellertsson 4, Hringur Karlsson 3, Dagur Úlfarsson 2, Þórmundur Smári Hilmarsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert