Keflavík vann toppslaginn

Þórsar­ar unnu sterk­an sig­ur á Grinda­vík
Þórsar­ar unnu sterk­an sig­ur á Grinda­vík Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Dominykas Milka var stigahæstur Keflvíkinga þegar liðið heimsótti Þór frá Þorlákshöfn í toppslag úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Icelandic Glacial-höllina í Þorlákshöfn í gær.

Milka skoraði 21 stig og tók sex fráköst en leiknum lauk með sex stiga sigri Keflavíkur, 94:88.

Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og leiddu Þórsarar með einu stigi í hálfleik, 41:40.

Keflvíkingar unnu þriðja leikhluta með sex stiga mun og náðu að halda út í fjórða leikhluta.

Hörður Axel Vilhjálmsson átti einnig mjög góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 19 stig og gaf tólf stoðsendingar, en hjá Þórsurum var Styrmir Snær Þrastarson stigahæstur með 15 stig.

*Tyler Sabin átti enn einn stórleikinn fyrir KR þegar liðið heimsótti Tindastól á Sauðárkrók.

Sabin gerði sér lítið fyrir og skorað 36 stig fyrir Vesturbæinga, ásamt því að gefa sjö stoðsendingar en leiknum lauk með 104:99-sigri KR.

KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Tindastóll leiddi með tveimur stigum fyrir fjórða leikhluta, 75:73.

Sabin kom KR yfir 79:77 með þriggja stiga körfu þegar níu mínútur voru til leiksloka og Stólarnir náðu ekki að snúa leiknum sér í vil eftir það.

Umfjöllunina um Íslandsmótið í körfuknattleik má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert