Til Flórída í háskólaboltann

Ólafur Björn Gunnlaugsson í leik með ÍR.
Ólafur Björn Gunnlaugsson í leik með ÍR.

Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Björn Gunnlaugsson hefur gert samkomulag við Florida Southern Moccasins í bandaríska háskólaboltanum fyrir næsta tímabil. Karfan.is greinir frá þessu.

Lið skólans leikur í Sunshine State-hluta 2. deildar háskólaboltans. Elvar Már Friðriksson og Valur Orri Valsson léku í sömu deild með Barry-háskólanum á sínum tíma.

Ólafur, sem er 18 ára, hefur leikið með Val og ÍR og yngri landsliðum Íslands.  Hann spilaði með liði einkaskólans Potter House Christian Academy og síðan með menntaskólaliði í Jacksonville þar sem hann lék í sterkustu deildinni í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því fékk hann tilboðið frá Florida Southern.

mbl.is