Hamar og Vestri með sigra

Mate Dalmay og lærisveinar hans í Hamri fara vel af …
Mate Dalmay og lærisveinar hans í Hamri fara vel af stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hamar fer vel af stað í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik en liðið vann stórsigur gegn Hrunamönnum í átta liða úrslitum í dag.

Leiknum lauk með 110:58-sigri Hamars en Ruud Lutterman var stigahæstur Hamars-manna með 17 stig og þrettán fráköst. Yngvi Freyr Óskarsson skoraði 12 stig fyrir Hrunamenn og tók níu fráköst.

Liðin mætast á nýjan leik á þriðjudaginn kemur á Flúðum en vinna þarf tvo leiki til þess að komast áfram í undanúrslitin.

Þá vann Vestri þriggja stiga sigur gegn Fjölni á Ísafirði, 79:76, en Gabriel Adersteg var stigahæstur Vestra með 22 stig. Matthew Carr jr. skoraði 29 stig fyrir Fjölni og gaf átta stoðsendingar.

Liðin mætast í öðrum leik sínum í Grafarvogi á þriðjudaginn kemur.

Hamar - Hrunamenn 110:58

Hveragerði, 1. deild karla, 08. maí 2021.

Gangur leiksins:: 8:0, 19:5, 26:5, 30:10, 34:10, 36:16, 42:23, 48:27, 63:32, 67:35, 70:41, 80:48, 88:50, 94:50, 100:54, 110:58.

Hamar: Jose Medina Aldana 17/6 stoðsendingar, Ruud Lutterman 17/13 fráköst, Maciek Klimaszewski 14/10 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 13/8 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 11, Steinar Snær Guðmundsson 9, Óli Gunnar Gestsson 9/7 fráköst, Arnar Dagur Daðason 7, Sigurður Dagur Hjaltason 7, Pálmi Geir Jónsson 6/8 fráköst.

Fráköst: 38 í vörn, 18 í sókn.

Hrunamenn: Yngvi Freyr Óskarsson 12/9 fráköst, Þórmundur Smári Hilmarsson 11/9 fráköst, Dagur Úlfarsson 7, Óðinn Freyr Árnason 5, Eyþór Orri Árnason 5/5 fráköst, Sigurður Sigurjónsson 4, Halldór F. Helgason 4, Páll Magnús Unnsteinsson 4, Aron Ernir Ragnarsson 4, Hringur Karlsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Aron Rúnarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sveinn Bjornsson.

Áhorfendur: 75

Vestri - Fjölnir 79:76

Ísafjörður, 1. deild karla, 08. maí 2021.

Gangur leiksins:: 5:2, 7:5, 7:14, 13:23, 17:28, 24:33, 30:36, 37:44, 39:44, 46:48, 51:52, 54:56, 56:60, 64:64, 72:66, 79:76.

Vestri: Gabriel Adersteg 22/4 fráköst, Nemanja Knezevic 15/14 fráköst, Marko Dmitrovic 14/9 fráköst, Hugi Hallgrímsson 11/8 fráköst/8 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 11, Ken-Jah Bosley 5, Gunnlaugur Gunnlaugsson 1.

Fráköst: 23 í vörn, 15 í sókn.

Fjölnir: Matthew Carr Jr. 29/7 fráköst/8 stoðsendingar, Viktor Máni Steffensen 20, Johannes Dolven 15/8 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 5/9 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 4, Karl Ísak Birgisson 3.

Fráköst: 17 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Friðrik Árnason, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert