Grindavík opnaði einvígið með útisigri

Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir (12) skoraði 12 stig fyrir Grindvíkinga …
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir (12) skoraði 12 stig fyrir Grindvíkinga í kvöld. Ljósmynd/umfg.is

Grindvíkingar hafa ekki gefið upp vonina um að vinna sér sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik og sigruðu Njarðvíkinga á útivelli í kvöld, 68:63, í þriðja úrslitaleik liðanna í 1. deildinni.

Leikið var á heimavelli Njarðvíkinga sem höfðu unnið tvo fyrstu leikina og hefðu því tryggt sér úrvalsdeildarsæti með sigri í kvöld.

Staðan er sem sagt 2:1 fyrir Njarðvík og fjórði úrslitaleikurinn fer fram í Grindavík á miðvikudagskvöldið.

Gangur leiksins: 4:2, 4:4, 8:4, 16:9, 25:15, 27:20, 31:25, 38:33, 43:37, 49:46, 53:50, 55:55, 59:61, 61:63, 61:63, 63:68.

Njarðvík: Chelsea Nacole Jennings 21/5 fráköst, Helena Rafnsdóttir 19/8 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 10, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Vilborg Jónsdóttir 5/7 fráköst/12 stoðsendingar.

Fráköst: 15 í vörn, 9 í sókn.

Grindavík: Janno Jaye Otto 26/7 fráköst/3 varin skot, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 12/9 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 12/8 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 8, Sædís Gunnarsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 4/10 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Bjarki Þór Davíðsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 250

mbl.is