Bikarmeistararnir keyrðu yfir Þórsara

Dedrick Basile sækir að körfu Þórsara í kvöld.
Dedrick Basile sækir að körfu Þórsara í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Njarðvík er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Subway-deild karla í körfubolta en bikarmeistararnir unnu öruggan 109:91-sigur á Þór frá Akureyri á útivelli í kvöld. Þór er enn án stiga.

Njarðvík skoraði átta fyrstu stigin og var með 15 stiga forskot í hálfleik. Munurinn fór yfir 20 stig í þriðja leikhluta og var ekki að spyrja að leikslokum eftir það.

Dedrick Basile skoraði 23 stig fyrir Þór og þeir Mario Matasovic og Nicolas Richotti gerðu 16 stig hvor. Jordan Connors skoraði 25 stig fyrir Þór og tók 9 fráköst.

Þór Ak. - Njarðvík 91:109

Höllin Ak, Subway deild karla, 14. október 2021.

Gangur leiksins:: 5:10, 9:17, 16:30, 20:35, 28:41, 34:48, 36:55, 47:60, 49:64, 57:75, 59:81, 66:86, 70:90, 72:98, 82:102, 91:109.

Þór Ak.: Jordan Connors 25/9 fráköst, Atle Bouna Black Ndiaye 19/4 fráköst, Kolbeinn Fannar Gislason 12/4 fráköst, Eric Etienne Fongue 8, Ragnar Ágústsson 8/6 fráköst, Hlynur Freyr Einarsson 7, Dúi Þór Jónsson 5/14 stoðsendingar, Baldur Örn Jóhannesson 4/4 fráköst, Ólafur Snær Eyjólfsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 23/7 fráköst/8 stoðsendingar, Nicolas Richotti 16/5 fráköst, Mario Matasovic 16/7 fráköst, Fotios Lampropoulos 15/13 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 14/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8, Logi Gunnarsson 7/6 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 3/4 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 3, Bergvin Einir Stefánsson 2, Jan Baginski 2.

Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Stefán Kristinsson.

Áhorfendur: 220

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka