Tók fram úr Rögnvaldi

Sigmundur Már Herbertsson við stöf í leik hjá Þór Akureyri.
Sigmundur Már Herbertsson við stöf í leik hjá Þór Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sigmundur Már Herbertsson er orðinn leikjahæsti dómari frá upphafi í leikjum á vegum Körfuknattleikssambands Íslands. 

KKÍ bendir á þetta í dag en þar segir að Sigmundur hafi nú komið að dómgæslunni í 2.054 leikjum á vegum KKÍ. 

Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Sigmundur Már Herbertsson.
Rögnvaldur Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson og Sigmundur Már Herbertsson. Kristinn Magnússon

Rögnvaldur Hreiðarsson var leikjahæstur með 2.053 leiki en hann lét staðar numið í dómgæslunni eftir síðasta keppnistímabil. Sigmundur sætti færis og tók fram úr Rögnvaldi þegar Sigmundur dæmdi leik Stjörnunnar og Tindastóls á dögunum. 

Lengi vel var hinn kunni dómari, Jón Otti Ólafsson, leikjahæstur með sína 1.673 leiki en samkvæmt KKÍ hætti hann að dæma árið 2004. 

mbl.is