Valur rótburstaði Skallagrím

Ameryst Alston, til hægri, var stigahæst Valskvenna.
Ameryst Alston, til hægri, var stigahæst Valskvenna. mbl.is/Óttar Geirsson

Ameryst Alston var stigahæst Valskvenna þegar liðið tók á móti Skallagrím í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld í áttundu umferð deildarinnar.

Leiknum lauk með 92:47-stórsigri Vals en Alston skorað 22 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.

Leikurinn var aldrei spennandi en Valskonur leiddu með með 20 stigum í hálfleik, 38:18.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 14 stig fyrir Val og Eydís Eva 11 stig. Nikola Nedoroscíková var stigahæst í liði Skallagríms með 18 stig og Leonie Edringer skoraði 10 stig.

Valur er með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar en Skallagrímur er án stiga í botnsætinu.

mbl.is