Óvænt tap Bandaríkjanna í Mexíkó

Mexíkóinn Daniel Amigo fagnar í nótt.
Mexíkóinn Daniel Amigo fagnar í nótt. Ljósmynd/FIBA

Orlando Mendéz skoraði 27 stig fyrir Mexíkó þegar liðið vann óvæntan 97:88-sigur gegn Bandaríkjunum í undankeppni heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik í Chihuahua í Mexíkó ó nótt.

Bandaríska liðið var sterkari aðilinn framan af og leiddi með níu stigum í hálfleik, 57:48. Bandaríska liðið skoraði einungis 12 stig gegn 31 stigi Mexíkó í þriðja leikhluta og reyndist það dýrt þegar uppi var staðið.

Isiah Thomas var stigahæstur í bandaríska liðinu með 21 stig og tíu stoðsendingar. BJ Johnson skoraði 15 stig og tók fimm fráköst.

Bandaríkin eru í þriðja sæti D-riðils undankeppninnar með 3 stig eftir tvo leiki en Mexíkó er í efsta sætinu með 4 stig, Púertó Ríkó er með 3 stig og Kúba 2 stig. Þrjú liðanna komast áfram á næsta stig undankeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert