Setti upp sýningu hjá besta liðinu

Devin Booker skoraði 43 stig.
Devin Booker skoraði 43 stig. AFP

Devin Booker átti sannkallaðan stórleik fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann sterkan 105:97 útisigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Booker skoraði 43 stig, um 41 prósent stiga Phoenix, auk þess sem hann tók 12 fráköst.

Phoenix er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni á tímabilinu þar sem liðið hefur unnið 38 leiki af þeim 47 sem það hefur leikið til þessa.

Slóveninn Luka Doncic var þá samur við sig hjá Dallas Mavericks og náði þrefaldri tvennu í góðum 132:112 útisigri gegn Portland Trail Blazers.

Skoraði Doncic færri stig en hann er vanur en skilaði 15 stigum, tíu fráköstum og 15 stoðsendingum.

LaMelo Ball fór þá á kostum fyrir Charlotte Hornets í ótrúlegum 158:126 útisigri gegn Indiana Pacers.

Var hann einnig með þrefalda tvennu er hann skoraði 29 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Utah - Phoenix 97:105

Portland - Dallas 112:132

Indiana - Charlotte 126:158

Cleveland - Milwaukee 115:99

Orlando - LA Clippers 102:111

Atlanta - Sacramento 121:104

Miami - New York 110:96

Brooklyn - Denver 118:124

Chicago - Toronto 111:105

San Antonio - Memphis 110:118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert