Þórir frákastahæstur í risatapi

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leik með KR síðastliðið haust.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leik með KR síðastliðið haust. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti flottan leik fyrir Landstede Hammers sem mátti þó þola 39:94-stórtap í síðari leik liðsins gegn Antwerp Giants í 16-liða úrslitum sameiginlegrar úrslitakeppni Hollands og Belgíu í gærkvöld.

Þórir Guðmundur skoraði 6 stig, tók tíu fráköst, stal boltanum tvívegis og varði eitt skot á 29 mínútum fyrir Landstede.

Var hann frákastahæstur allra í leiknum.

Landstede gekk eins og tölurnar gefa til kynna hroðalega að hitta í leik gærkvöldsins og skoraði til að mynda einvörðungu 4 stig í öðrum leikhluta og 2 stig í fjórða og síðasta leikhluta.

Antwerp vann fyrri leikinn með tíu stigum og einvígið því samanlagt 183:118.

Þórir Guðmundur og félagar eru þar með komnir í sumarfrí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert