Golden State í úrslit NBA-deildarinnar

Klay Thompson fór fyrir Golden State í nótt.
Klay Thompson fór fyrir Golden State í nótt. AFP/Ezra Shaw

Golden State Warriors er búið að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir að hafa borið sigurorð af Dallas Mavericks, 120:110, í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi vesturdeildarinnar í nótt.

Klay Thompson fór fyrir Golden State er hann skoraði 32 stig.

Slóveninn Luka Doncic fór einu sinni sem áður fyrir Dallas þegar hann skoraði 28 stig og tók níu fráköst að auki. Spencer Dinwiddie samherji hans bætti við 26 stigum fyrir Dallas.

Með sigrinum tryggði Golden State sér 4:1-sigur í einvíginu og mætir annað hvort Boston Celtics eða Miami Heat í lokaúrslitunum, en staðan í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar er 3:2, Boston í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert