Deildarmeistararnir fá liðsstyrk frá Austurríki

Fjölnir og Njarðvík mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta.
Fjölnir og Njarðvík mættust í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir, deildarmeistarar kvenna í körfuknattleik á síðustu leiktíð, fengu til sín liðsstyrk í dag er austurríska landsliðskonan Simone Sill gekk til liðs við félagið frá Capitol Bascats Düsseldorf í Þýskalandi.

Sill er 23 ára gamall framherji og á einn A-landsleik að baki fyrir Austurríki. Hún er 180 cm á hæð og er öflug bæði í vörn og sókn samkvæmt samfélagsmiðlum Fjölnis. 

Fjölnir varð deildarmeistari í fyrra en datt úr leik í undanúrslitum útsláttarkeppninnar eftir tap gegn Njarðvík sem urðu að lokum Íslandsmeistarar með sigri á Haukum í úrslitaeinvíginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert