Fyrsti sigur Breiðabliks kom í Grindavík

Isabella Ósk Sigurðardóttir átti sterkan leik fyrir Breiðablik.
Isabella Ósk Sigurðardóttir átti sterkan leik fyrir Breiðablik. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í Subway-deild kvenna í körfubolta er liðið gerði góða ferð til Grindavíkur og fagnaði 77:65-sigri. Bæði lið eru með tvö stig eftir þrjá leiki.

Grindavík var með tveggja stiga forskot eftir jafnan fyrir hálfleik, 37:35. Breiðablik var hins vegar mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og vann að lokum nokkuð sannfærandi sigur.

Sanja Orozovic fór á kostum fyrir Breiðablik og skoraði 32 stig og tók 10 fráköst. Isabella Ósk Sigurðardóttir var einnig drjúg og skoraði 15 stig og tók 17 fráköst og Sabrina Haines gerði 15 stig og tók 15 fráköst.

Danielle Rodríguez gerði 16 stig fyrir Grindavík, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 15 og Elma Dautovic skoraði 14 stig og tók 10 fráköst.

HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 05. október 2022.

Gangur leiksins:: 5:5, 5:13, 12:18, 20:20, 23:23, 28:29, 35:31, 37:35, 42:37, 47:41, 49:47, 51:55, 53:59, 58:65, 62:69, 65:77.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 16/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 15, Elma Dautovic 14/10 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 10, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 7/17 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Breiðablik: Sanja Orozovic 32/10 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 15/17 fráköst, Sabrina Nicole Haines 15/15 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 9, Rósa Björk Pétursdóttir 6/4 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Johann Gudmundsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 87

mbl.is